Hörður Ísafirði fór sigurför í vesturbæ Reykjavíkur í dag og lagði Knattspyrnufélag Miðbæjarins, KM, 7:1 á KR vellinum í 4. deildinni í knattspyrnu karla.
Mörk Harðar gerðu Dagur Elí Ragnarsson og Sigurður Arnar Hannesson eitt hvor, Guðmundur Páll Einarsson skoraði þrjú mörk og Birkir Eydal gerði tvö mörk.
Lokið er 8 umferðum af 18 í riðlinum og er Hörður í efsta sæti með 19 stig., sex sigrar, eitt jafntefli og eitt tap. Markatalan er heldur ekkert slor, 29 mörk skoruð gegn 17 fengnum á sig.
Liðin sem verða í tveimur efstu sætum hvers riðils, en þeir eru 4, leika svo útsláttarkeppni um tvö laus sæti í 3 deild.