Arnarlax: nýr fóðurprammi og stjórnstöð

Ásborgin í Patrekshöfn.

Arnarlax hefur fengið nýjan fóðurpramma og kom hann til Patreksfjarðar á þjóðhátíðardaginn. Pramminn var dreginn frá Póllandi og tók ferðin 19 daga. Hefur hann fengið nafnið Ásborg og verður við fóðurgjöf við Eyri í Patreksfirði. Með tilkomu prammans mun framleiðslan á eldislaxi á svæðinu aukast.

Fóðurgjöfinni frá prammanum er stjórnað frá nýrri miðlægri stjórnstöð á Bíldudal, sem tekin var í notkun fyrir tveimur vikum. Heilkdarkostnaður við hvort tveggja er um 550 milljónir ísl. króna.

Þá er væntanlegur nýr vinnslubátur í lok mánaðarins sem einnig verður á Patreksfirði. Sá bátur er frá Moen Marin og er 14 X 7,5 metrar. Hann kostar um 200 milljónir króna.

Ásborgin.

Stjórnstöðin á Bíldudal.
DEILA