Manstu Sævang

Nú í sumar verða liðin 60 ár síðan félagsheimilið Sævangur við Steingrímsfjörð á Ströndum var tekið í notkun. Af því tilefni er sögum og minningum safnað, um margvíslega starfsemi sem þar hefur farið fram í gegnum tíðina.

Sævangur var vinsæll samkomustaður fyrir fólkið í sveitinni og þar voru haldin íþróttamót, margvíslegar samkomur og dansleikir sem fólk sótti víðs vegar að. Um tíma var rekinn skóli í Sævangi og síðustu 15 árin hefur húsið verið nýtt fyrir minjasafnið og menningarstofnunina Sauðfjársetur á Ströndum.

Sauðfjársetrið á Ströndum stendur fyrir verkefninu og hér má nálgast nánari upplýsingar.

Sauðfjársetrið hefur einnig áhuga á að eignast ljósmyndir og vídeóefni sem tengist Sævangi og ætlar sér að varðveita slíkar gersemar til framtíðar.

Myndefni og frásagnir sem safnast verða varðveitt á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þau verða lesin yfir og gerð aðgengileg í skráningarkerfinu Sarpi og vonandi verður unnið með þau við margvíslega miðlun, sýningahald og rannsóknir sem tengjast sögu Sævangs.

bryndis@bb.is

DEILA