Bolungarvíkurkaupstaður býður upp á hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga 17. júní.
Dagurinn hefst með víðavangshlaupi frá Ráðhúsinu. Skráning fer fram á staðnum og er hlaupið opið öllum aldurshópum.
Fleytukeppni verður í Hólsá þar sem keppendur mæta með fleytur sínar. Fleytan skal vera heimasmíðuð, hver keppandi má aðeins hafa eina fleytu og hún skal að lágmarki vera 20 cm löng.
Gengið verður í skrúðgöngu frá Ráðhúsinu að Félagsheimilinu þar sem hátíðardagskrá hefst.
10:00 Víðavangshlaup
11:00 Fleytukeppni í Hólsá
12:30 Skrúðganga frá Ráðhúsi
12:40 Hátíðardagskrá við Félagsheimilið
13:00 Púttmót
Í Vesturbyggð er hátíðardagskrá við Skrímslasetrið á Bíldudal kl. 14:00 – 16:00
Á dagskrá þar er:
- Skrúðganga
- Karamellukast
- Pedalabílar
- Ormurinn
- Skrímslaveiði
- Skotfimi
- Ringó
- Krossnet
- Töframaðurinn Einar Mikael
- Hátíðarræða
- Tónlist
- Pylsusala
- Veitingar í Skrímslasetrinu
- Skrímslasýningin opin
- Fánar og blöðrur og 17. júní snuð
Gleðilega þjóðhátíð!