Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að búast megi við umferðartöfum í kvöld og nótt á framkvæmdasvæðinu í Bjarnadal í Önundarfirði frá kl. 22:00 og fram eftir nóttu.
Þar eru á lokastigi framkvæmdir við nýja brú yfir Bjarnadalsá ásamt tæplega 2 km nýjum vegarkafla. Nýja brúin yfir Bjarnadalsá er 23 m löng eftirspennt plötubrú í einu hafi á steyptum undirstöðum. Verkið var boðið út fyrir ári og á því að vera lokið 1. júlí næstkomandi.
Myndir: Halla Signý Kristjánsdóttir.