Ráðherra í veikindaleyfi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, mun gegna störfum mennta- og menningarmálaráðherra til og með 28. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu.

DEILA