Daníel: afsögn Sifjar er áfall

Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar var inntur eftir viðbrögðum þeirra við afsögn Sifjar Huldar Albertsdóttur, bæjarfulltrúa vegna eineltis sem hún varð fyrir í starfi.

Daníel sagði að mál af þessum toga væri þau „erfiðustu sem maður tekst á við í starfi og erfitt að fjalla um þau án þess að brjóta trúanað við aðila um persónuleg málefni.“

Daníel sagði reynt hefði verið af fremsta megni reynt að halda pólitík frá málinu enda snúi kvörtunin að samskiptum bæjarfulltrúans í daglegum stöfum hans en ekki að störfum hans sem bæjarfulltrúa.

„Það að bæjarfulltrúinn treysti ekki stjórnsýslunni og treysti sér ekki til að vinna áfram sem bæjarfulltrúi er áfall fyrir okkur sem höfum unnið með henni og mig persónulega. Hins vegar tel ég að það hafi verið tekið á málinu á faglegan hátt. Um leið og formleg kvörtun barst var málið sett í þann farveg að utanaðkomandi aðilar voru fengnir í málið.“

DEILA