Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar frá í gær voru tveir ísjakar í Hornvík og hafa tilkynningar hafa verið sendar á sjófarendur þar sem varað er við ísjökunum, en Landhelgisgæslan tekur fram að ísjakar geti reynst bæði bátum og skipum hættulegir þegar þeir eru á reki.
Stærri jakinn var á reki út víkina, en sá minni virtist strandaður.
Þetta munu vera fyrstu ísjakarnir sem tilkynnt er um hér við land á þessu ári