Vestfjarðastofa hefur unnið að því að kortleggja og greina stöðu matvælaframleiðslu á svæðinu. Til þess að auðvelda veitingafólki, ferðamönnum og almenningi að nálgast vestfirsk gæða matvæli var unninn bæklingur með upplýsingum um þær afurðir sem framleiddar eru á Vestfjörðum. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um framleiðendur og hvernig má nálgast afurðirnar.
Í frétt um bæklinginn segir Vestfjarðastofa að mikil vakning sé meðal fólks um verðmætin sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og að áhugi fari vaxandi á því að vita um uppruna matvæla, kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. „Afurðirnar sem eru framleiddar á Vestfjörðum segja sögu matarmenningar okkar og endurspegla landslagið og umhverfið sem þær eru sprottnar úr. Það er von okkar að afraksturinn verði til þess að auðvelda aðgengi fólks að matvælum úr heimabyggð og gefi fólki tækifæri á að versla beint við framleiðendur.“
Bæklinginn má finna hér: Vestfirskur matur