Háskólakórinn (áður Kór Háskóla Íslands) er blandaður kór sem stofnaður var árið 1972. Hann hefur frá upphafi sungið við helstu athafnir Háskóla Íslands en hefur einnig farið víða um heim og kynnt íslenska tónlist. Fyrsta ferðin var til Skotlands 1977 og síðan hafa mörg lönd verið heimsót. Kórinn fer í ferð að jafnaði einu sinni að sumri, innanlands eða utan eftir atvikum.
Nú er komið að heimsókn til Ísafjarðar og Háskólakórinn kynnir með stolti sumartónleika kórsins sem haldnir verða í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 12. júní næstkomandi kl.17.00
Undir Stjórn Gunnsteins Ólafssonar mun kórinn flytja fjölbreytta dagskrá eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Ríkharð Ö. Pálsson og Ola Gjelo o.fl.
Meðlimir kórsins eru á bilinu 60 – 90 og er kórinn að mestu leiti samsettur af háskólanemum. Mikil fjölbreytni og fjölþjóðabragur er yfir kórnum en mjög vinsælt er fyrir skiptinema og aðra erlenda nema að ganga í hann.
Aðgangseyrir er 1000kr og verður miðasala á staðnum.