Nýr leikskólastjóri Grænagarðs á Flateyri

Sigríður Anna Emilsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Grænagarð á Flateyri og mun hún hefja störf um miðjan ágúst.

Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1992 og B.Ed. í leikskólakennarafræðum við Kennaraháskóla Íslands 2008.

Hún starfaði sem leiðbeinandi í leikskólunum Hlíð, Sjónarhóli og á Klettaborg á árunum 2003-2007 en hefur starfað sem deildarstjóri á leikskólanum Klettaborg frá árinu 2008. Það sama ár fékk hún leyfisbréf sem leikskólakennari.

Sigríður er fædd og uppalin á Flateyri og er því að koma til baka á heimaslóðir.

DEILA