Karlalið Vestra í 1. deildinni í körfuknattleik vann nú í kvöld Hamar frá Hveragerði í þriðja leik liðanna í úrslitaviðureign um sæti í efstu deildinni. Vestri hefur tekið forystuna og hefur unnið tvo leiki en Hamar einn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leik ber sigur úr býtum í einvíginu. Vestri getur því tryggt sér sæti í efstu deild í næsta leik liðanna sem fram fer síðar í vikunni á Ísafirði.
Vestri vann leikinn í kvöld 94:85. Vestri byrjaði betur og hafði 11 stiga forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum. Atkvæðamestur Vestfirðinga var Ken-Jah Bosley með 21 stig skoruð , fimm fráköst tekin og 9 stoðsendingar, en margir leikmanna Vestra áttu góðan leik og skiluðu mikilvægi framlagi.
Vestri: Ken-Jah Bosley 21/5 fráköst/9 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 19/17 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Dmitrovic 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 14/5 fráköst, Gabriel Adersteg 11/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 10, Arnaldur Grímsson 2, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Blessed Parilla 0, James Parilla 0, Friðrik Heiðar Vignisson 0.