Veiðiheimildir á strandveiðisvæði D hafa verið hækkaðar um 200 tonn frá fyrra ári en að öðru leyti er fyrirkomuleg varðandi veiðisvæði, veiðidaga, hámarkaafla á dag og fjölda handfærarúlla óbreytt frá því á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um strandveiðar í ár. Strandveiðitímabilið hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst. Við úthlutun aflaheimilda er byggt á eftirfarandi svæðaskiptingu:
Svæði A) nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og svæði D) nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.
Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn. Leyfilegur heildarafli á komandi vertíð verður 9.200 tonn og er það aukning um 200 tonn frá fyrra ári sem fyrr segir. Búist er við að útgefin veiðileyfi verði um 700.