Samtals reru 35 bátar til strandveiða í Bolungarvík í maí og af þeim náðu 20 að róa þá 12 daga sem leyfðir eru í hverjum mánuði.
Samtals var afli þessara báta tæp 238 tonn og sé reiknað út frá meðalverði á þorski í mánuðinum má áætla verðmæti aflans vel yfir 60 milljónir.
Sá bátur sem kom með mestan afla var Heppinn ÍS sem landaði 9622 kg en margir aðrir voru með yfir 9 tonn.
Samtals fóru þessir 35 bátar 375 róðra samtals og var því meðal afli í veiðiferð 633 kg. sem telja verður mjög gott.
Góður afli, gott verð og góð nýting á dögum í maí gleður því smábáta sjómenn í Bolungarvík