Strandabyggð: fyrrv sveitarstjóri höfðar mál á hendur sveitarfélaginu

Þorgeir Pálsson sveitarstjóri og efsti maður T lista. Mynd: visir.is

Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Strandabyggð hefur tilkynnt sveitarstjórn að hann muni höfða mál á hendur sveitarfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar. Þorgeir segir í færslu á facebook síðu sinni honum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust, án nokkurs rökstuðnings og á ólögmætan hátt. Reynt hafi verið reynt að finna sáttaflöt en sveitarstjórn Strandabyggðar hafir hins vegar hafnað öllum óskum hans og sáttatillögu, og því sé málsókn óhjákvæmileg.

Framundan er umræða um óeðlileg hagsmunatengsl, styrkveitingar og úthlutun verkefna

Því hafi hann sent eftirfarandi póst á Strandabyggð í dag:

„Sæl öll,Nú er ljóst að ég þarf að höfða mál gegn Strandabyggð, til að ná fram rétti mínum og þeim kjörum sem við sömdum um þegar ég var ráðinn. Það er óskemmtilegt en óhjákvæmilegt og aldrei hélt ég að sú staða kæmi upp. En, þar sem sveitarstjórn Strandabyggðar hefur alfarið hafnað mínum óskum og nú síðast minni sáttatillögu, sé ég mig knúinn til að fara þessa leið.

Í því ferli sem framundan er, munu ýmis mál óhjálkvæmilega koma upp, sem þó eru til þess fallin að skýra ágreining okkar sem virðist vera ástæða brottrekstursins. Sú umræða mun undirstrika þá skoðun mína að margar ákvarðanir sveitarstjórnar eru á skjön við siðareglur og samþykktir sveitarfélagsins sem og sveitarstjórnarlög. Á þetta benti ég, enda mín skylda. Þið hafið alfarið hafnað þessu, en staðreyndirnar tala sínu máli.

Framundan er umræða um óeðlileg hagmunatengsl, styrkveitingar til kjörinna fulltrúa og eða aðila þeim tengdum, sem og fyrirtækja og stofnanna í umsjón sveitarstjórnarfulltrúa, verkefni til fyrirtækja í eigu og umsjón sveitarstjórnarfulltrúa, bein afskipti sveitarstjórnarmanna af mannaráðningum, bein íhlutun sveitarstjórnarmanna í daglega starfsemi sveitarfélagisins ofl.

Ég vísa ábyrgð á því sem framundan er, alfarið á hendur sveitarstjórn Strandabyggðar.

DEILA