Vestri lék í gærkvöldi fyrsta leikinn í úrslitum 1. deildarinnar í körfuknattleik karla. Andstæðingur Vestra er Hamar frá Hveragerði. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki vinnu sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili.
Leikurinn í gær var á heimavelli Hamars. Hann var jafn og spennandi allan leikinn. Hamar hafði eins stigs forystu í hálfleik og vann að lokum 88:79. Atkvæðamestur Vestramanna var Nemanja Knezwvic með 23 stig og 27 fráköst.
Næsti leikur fer fram á Ísafirði.
Vestri: Nemanja Knezevic 23/27 fráköst, Gabriel Adersteg 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ken-Jah Bosley 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Dmitrovic 11/4 fráköst, Hugi Hallgrímsson 9, Hilmir Hallgrímsson 1/6 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 0, Arnaldur Grímsson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Blessed Parilla 0, James Parilla 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.