Landbúnaðarlestin – Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur opinn fund um Ræktum Ísland, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu í Stjórnsýsluhúsinu og hefst fundurinn kl 20.
Ásamt ráðherra kynna þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, megin þætti landbúnaðarstefnu framtíðarinnar, en þeir eru að treysta fæðuöryggi, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra landnýtingu, auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni á grundvelli vísinda og nýjustu tækni og stuðla að því að blómlegur landbúnaður þrífist um land allt.
Með umræðuskjalinu er opnað á frekara samtal og samráð. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.
Hér má nálgast Ræktum Ísland! http://bit.ly/raektumisland
Hér má nálgast hljóðbók með umræðuskjalinu: http://bit.ly/raektumislandhljod
Fólk er beðið um að mæta með grímur og gæta að persónulegum sóttvörnum. Í samræmi við sóttvarnarreglur eru gestir beðnir um að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri á staðnum.