Hækkun fasteignamats fyrir næsta ár er mest á Vestfjörðum 16,3% samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða hækkun allra fasteigna atvinnu- og íbúðahúsnæðis. Landsmeðaltalið er 7,4% og er hækkunin á Vestfjörðum ríflega tvöföld.
Hins vegar er hækkunin misjöfn innan Vestfjarða. Í fjórum sveitarfélögum er hækkunin yfir landsmeðaltalinu og í öðrum fjórum er hún undir landsmeðaltalinu. Í Tálknafjarðarhreppi er hækkunin 7,4% eða sú sama og á landinu öllu.
Hækkunin í Bolungavík, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Vesturbyggð er yfir landsmeðaltali en í Reykhólahreppi, Árneshreppi, Strandabyggð og Kaldrananeshreppi er hækkunin minni en á landinu öllu.
Mest er hækkunin í Bolungavík 22,8% en minnst í Kaldrananeshreppi 5%.
Bolungarvíkurkaupstaður | 709 | 8.190.508 | 10.058.242 | 22,8% |
Ísafjarðarbær | 2.910 | 46.850.396 | 55.690.534 | 18,9% |
Reykhólahreppur | 460 | 4.021.669 | 4.225.080 | 5,1% |
Tálknafjarðarhreppur | 212 | 2.905.996 | 3.121.256 | 7,4% |
Vesturbyggð | 1.030 | 10.563.309 | 12.175.871 | 15,3% |
Súðavíkurhreppur | 368 | 3.057.057 | 3.373.225 | 10,3% |
Árneshreppur | 117 | 830.416 | 877.511 | 5,7% |
Kaldrananeshreppur | 189 | 1.323.211 | 1.389.769 | 5,0% |
Strandabyggð | 470 | 5.363.318 | 5.738.864 | 7,0% |