Umframafli á strandveiðum

Vikulega birtir Fiskistofa upplýsingar um umframafla á strandveiðum. Svo virðist sem umframafli fari minnkandi og bátum sem afli umfram það magn sem leyfilegt er fari fækkandi. Þó var í þriðju viku strandveiðitímabilsins einn bátur með 500 kg í skráðan umframafla þá vikuna.

Langmestur var umframaflinn í vikunni á veiðisvæði A eða 4836 kg af 6524 kg. Athyglisvert var einnig að umframaflinn varð meiri eftir því sem leið á vikuna. þannig var hann 655 kg á mánudegi, 1539 kg á þriðjudegi, 2049 kg á miðvikudegi og 2268 kg á fimmtudegi.

Eftir fyrstu þrjár vikur tímabilsins er umframafli orðinn tæp 26 tonn og gæti því orðið um 100 tonn á veiðitímabilinu. Verðmæti þess afla sem gæti verið um 30 milljónir rennur beint í ríkissjóð.

DEILA