Það styttist í frumsýningu kvikmyndarinnar Ég man þig sem byggð er á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, en bókin naut gríðarlegra vinsælda og seldist í tæpum 30.000 eintökum. Sagan segir frá ungu pari sem er að gera upp hús á Hesteyri þegar dularfullir hlutir fara að gerast. Á Ísafirði dregst hins vegar nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsvígi konu sem virðist hafa verið heltekin af syni hans. Glæný stikla úr myndinni hefur nú verið sett á netið og segja má að hún lofi mikilli spennu.
https://www.youtube.com/watch?v=C3K7B_ASJzk