Heilbrigðisstofnun Vestfjarða birti í dag þessa mynd þar sem verið var að bólusetja úti í einstaklega góðu veðri sem nú leikur um Vestfirði.
Í næstu viku er svo áætlað að bólusetja um 450 manns á Vestfjörðum.
Norðan- og sunnanverðir firðirnir fylgjast algjörlega að í bólusetningum. Sumir af þessum skömmtum fara í bólusetningu tvö.
Í síðustu viku fengu allir grunn- og leikskólakennarar boð og þeir sem komust ekki þá fá boð aftur núna og eftir það verða foreldrar langveikra barna bólusettir
Siðan verður farið niður aldurslistann svo og fylgt ákvörðun yfirvalda er farið verður að bólusetja handahófskennt, þ.e ekki farið eftir aldursröð.
Í næstu viku er áætlað að klára árganga 1979 og fyrr og fara svo í handahófskenndar boðanir eftir árgöngum.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarðar var dregið um röð árganga frá 1980-2005
Ekki er nákvæmlega hvenær hver árgangur verður boðaður en þeir verða boðaðir í þessari röð:*1992*1996*2002*1994*1981*1997*1986*1980*1984*1998*2004*1988*2005*1995*2000*2003*1987*1983*1982*1985*2001*1989*1990*1999*1991*1993