Aldrei fór ég suður teygir anga sína út fyrir bæjarmörk Ísafjarðar á ný og líkt og á síðasta ári stendur hátíðin fyrir bryggjutónleikum á Suðureyri, í samstarfi við 66°Norður, en vörumerkið fæddist einmitt á Suðureyri fyrir rúmum 90 árum síðan. Tónleikarnir skarta mörgum heimamönnum, en Suðureyri hefur alið af sér stórt hlutfall sigurvegara Músíktilrauna síðustu ára og munu þeir stíga á stokk í Bryggjukoti á laugardag.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og er dagskrá sem hér segir:
Kl. 15 – Between Mountains
Kl. 15:15 – Hatari
Kl. 15:45 – Rythmatik
Kl. 16:15 – Milkywhale
Kl. 16:45 – Emmsjé Gauti
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og kjörið fyrir fjölskyldur að fá sér rúnt í fjörðinn og fjörið. Tónleikarnir verða innandyra í skemmu sem nefnist Bryggjukot og er það staðsett við höfnina. 66°Norður er einn af bakhjörlum Aldrei fór ég suður og á meðan á hátíðinni stendur verður aukið framboð á vörum frá þeim í Kaupmanninum á Ísafirði og verður veittur 25% afsláttur af þeim.