Bólusetningar á Vestfjörðum

Mikil umræða hefur skapast um bólusetningar, hvernig forgangsröðun er háttað, heimamenn undrandi jafnvel reiðir vegna þessa.

Blaðamaður Bæjarins besta ræddi við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Hildi Elísabetu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarhvernig staðan er og hvernig vinnulagið er.

Þau segja að mjög skýrar og almennar reglur gildi varðandi bólusetningar. Haldnir eru reglulegir fundir með sóttvarnarsviði og ferlið er flóknara en almenningur áttar sig á.

Í líðandi viku er mest verið að vinna í að bólusetja einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma en einnig verið að klára skólastarfsmenn sem og leikskólastarfsmenn. Verið er að vinna í bólusetningum flug og skipsáhafna. Ákjósanlegast er að bólusetja skipsáhafnir með Jansen þar sem eingöngu þarf eina sprautu af því bóluefni.

Í framhaldi af því er rétt að taka fram að seinni skammt bólusetningar er hægt að fá annarsstaðar á landinu en fyrri skammt en Hildur vill koma því á framfæri að á minni stöðum þarf að hafa samband við viðkomandi heilsugæslu en á Höfuðborgarsvæðinu þarf einungis að fylgjast með hvaða bóluefni er verið að bólusetja með og mæta þegar á við.

Þau segja líklegt að hætt verði aldurstengdum bólusetningum í næstu viku og farið í handahófskennt úrtak þar sem verið er að klára þá með undirliggjandi sjúkdóma og framlínu.

Spurning blaðamanns: Hefur eitthvað verið rætt um að þar sem ferðaþjónustan er komin af stað hvort framlínufólk í þeim geira, svosem veitingamenn, bílstjórar og leiðsögumenn fari í forgang? Gylfi segist ekki vita til þess en vill koma því á framfæri að staðan sé góð og bólusetningar í heildina gangi vel.

Þá víkur talinu að líðandi stund. Hildur segir að fáir skammtar hafi komið í þessari viku en eiga von á mun fleiri í næstu viku. Einnig var byrjað að nota svokallaða loftbólutækni nú í vikunni, það er að ná fleiri skömmtum úr hverju bólusetningarglasi.

Spurning blaðamanns: Þegar umframskammtar koma, hvernig er þeim úthlutað? Fylgt er fyrirmælum sóttvarnarsviðs og sóttvarnarlæknis. Hildur segir einnig að þegar umframskammtar eru þá eru send út sms-skilaboð og gefinn upp ákveðinn tímagluggi til að mæta í bólusetningu.

Að lokum vill Gylfi koma á framfæri að hann fagnar að fjölmiðlar hafi samband.

DEILA