Háskólalestin í Strandabyggð

Háskólalestin hóf ferð sína um landið í síðustu viku en þá heimsótti hún Hvammstanga í fyrsta sinn og var afar vel tekið.

Háskólalestin hóf ferð sína um landið í síðustu viku en þá heimsótti hún Hvammstanga í fyrsta sinn og var afar vel tekið. Áherslan í lestinni er eins og áður að vekja áhuga ungs fólks á vísindinum og tækni af ýmsu tagi í gegnum fjölbreytt námskeið sem snerta bæði suma af stærstu og smæstu hlutum heimsins.

Námskeiðin eru ætluð nemendum í eldri bekkjum grunnskóla og kennsla er í höndum kennara og nemenda við Háskóla Íslands, sem flestir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. 

Háskólalestin, sem fagnar tíu ára afmæli og hefur heimsótt hátt í 40 bæjarfélög um allt land á starfstíma sínum, heimsækir nú Strandabyggð í annað sinn. Þar er áfangastaðurinn Hólmavík.
Í gær fimmtudaginn 21. maí var kennurum í Grunnskólanum í Hólmavík, Grunnskóla Drangsness og Reykhólaskóla boðið upp á fjölbreyttar smiðjur með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir.

Í dag föstudaginn 21. maí er svo komið að nemendum í 5.-10. bekk í áðurnefndum skólum. Þeir geta valið á milli sex spennandi námskeiða sem snerta allt frá leyndardómum erfðaefnis og vatns til tækjaforritunar, stjörnufræði, umhverfisfræði og vindmylla. Háskólalestin er að sjálfsögðu með puttann a púlsinum og býður nú í fyrsta sinn upp á sérstakt námskeið í eldfjallafræði þar sem nemendur fá meðal annars að rýna í glænýja hraunmola úr gosinu í Geldingadölum.   

Í ljósi samfélagsástandsins er mikil áhersla lögð á sóttvarnir í starfi lestarinnar. Þannig liggur hluti hefðbundinnar dagskrár, svokölluð Vísindaveisla sem alla jafna er haldin í samkomuhúsi hvers áfangastaðar, niðri en þeim mun meiri metnaður verður lagður í námskeið í grunnskólum bæjanna sem sóttir verða heim. 

Síðasti áfangastaður lestarinnar á þessu ári er Fjarðabyggð en þar verður lestin dagana 27. og 28. maí.

DEILA