Stöndum saman Vestfirðir – söfnun fyrir heyrnamæli hálfnuð

Eins og kom fram í frétt Bæjarins besta stendur hópurinn Stöndum saman Vestfirðir fyrir söfnun á heyrnamæli fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Söfnunin er nú um það bil hálfnuð en safnast hafa 858.500 krónur en tækið kostar tæpar tvær milljónir.

Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg ein af stofnendum Stöndum saman Vestfirðir segir “þetta mallar hægt og rólega, en við klárum þetta verkefni, engin spurning.”

Hér má sjá fyrri frétt Bæjarins besta

https://www.bb.is/2021/04/stondum-saman-vestfirdir-naesta-sofnun-er-heyrnarmaelir/

DEILA