Blaðamaður BB hafði sambandi við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða með fyrirspurnir varðandi bólusetningar á Vestfjörðum.
Bólusetningar ganga vel en Gylfi segir að við virðumst vera aðeins á eftir hvað varðar aldurstengdar bólusetningar þessa dagana. Hann segir einnig að stundum höfum við verið á undan og stundum á eftir og er það eðlilegt.
Þegar kemur að fjölda fullbólusettra er umdæmið hæst á landinu tekur hann einnig fram.
Aukaverkanir hafa ekki verið sérstaklega skráðar en auðvitað er vitað um fólk sem fær flensulík einkenni en það er eðlilegt.
Gylfi endar á að segja: “Við höfum verið heppin hér fyrir vestan og ekki fengið smit, við erum glöð með það. Það sýna allir aðdáunarverða þrautseigju að halda sig við reglurnar þó að smit séu fá og langt liðið á faraldurinn. Það er ekki sjálfgefið. Svo eru mjög fáir sem hafna bólusetningu og það er líka mikið fagnaðarefni.”
Myndir: Haukur Sigurðsson.