Hörður spilar við Víking í Grill66 deild karla í handknattleik í kvöld á Torfnesi. Leikurinn hefst kl 19.30 og er lofað miklum tilþrifum.
Okkar menn eru nú um stundir í síðasta úrslitakeppnissætinu og munu ef af líkum lætur spila einmitt við Víking þar.
Frítt er inn á leikinn, grímuskylda og allir velkomnir. Eru áhorfendur sérstaklega hvattir að koma, vera jákvæðir og hvetja heimamennina áfram.
—