Vestri: hjólasumarið 2021

Hjólasumarið er að fara af stað hjá hjólreiðadeild Vestra. Aðalfundur félagsins var haldinn í mars sl og formannaskipti voru í félaginu á síðasta aðalfundi og tekur Sigurður A. Jónsson af Heiðu Jónsdóttur. Kristján Jónsson situr áfram sem gjaldkeri, Guðmundur Sigurvin var kosinn ritari stjórnar. Meðstjórnendur eru þær Heiða Jónsdóttir og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Hjóladeild Vestra er að fara af stað þetta sumarið og okkur vantar fleiri hjólara til liðs við okkur.
Hægt er að skrá sig í hjólreiðadeildina hér, árgjald fyrir fullorðinn er 8000.-kr sem rennur óskipt inn í starfið og í uppbyggingar á hjólaleiðum. Það er mikilvægt að fólk skrái sig í hjólreiða deildina til að auðveldara sé að skipuleggja viðburði sem höfða til félagsmanna.
Sett hefur verið á fót sérstakt foreldrafélag til að sjá um börnin okkar í félaginu. Það skiptir sköpum fyrir svona starf að foreldrar komi að starfinu þekkja þeir best hvað þarf til að gleðja.
Hjóladeildin mun einnig aðstoða á námskeið sem HSV stendur fyrir.

Barna námskeið sumarsins verða tvö og er leiðbeinandi Viðar, þetta eru tvö námskeið sitt hvora vikuna
Samhjól verður í lok maí og í fjögur skipti á miðvikudögum. Þetta er fyrir byrjendur eða þá sem eru óöryggir á hjólum og fyrir fullorðina, 26. maí er fyrsti túrinn og sá síðasti er 16.júní og er þá endað í Dokkubjór. Þetta samhjól er fyrir öll hjól sem geta hjólað á möl. Farið verður yfir öryggisatriði og hjólaleikni, stoppað verður ört og er hver æfing 60-90 mínútur og hefjast æfingar kl.18 við áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Torfnesi, leiðbeinandi er Sigurður A.Jónsson Racer-samhjól verða einnig í sumar og verða auglýst nánar aðeins síðar.


Hjólreiðadeildin er með tvö mót á dagsrká Ungduró hjólakeppni er á dagskrá 18. júlí og verður keppti í sérhannaðri braut uppá Seljalandsdal. Enduro hjólakeppnin verður haldin 14.ágúst.

DEILA