Þar sem sólin er búin að vera glenna sig síðustu daga er upplagt að dusta rykið af fersku og góðu sumarsalati.
Þetta er mikið uppáhald hjá mér og auðvelt að breyta eftir smekk, ekkert af innihaldsefnunum er heilagt nema kannski mögulega ekki sleppa hunanginu þar sem það gefur passlega sætt bragð á móti ferskleikanum.
Uppskriftin kemur upprunalega frá Berglindi Guðmundsdóttur.
Sumarsalat
3 kjúklingabringur
1/2 bolli balsamik dressing (til marineringar)
1 salatpoki að eigin vali
1 avacado, skorið í teninga
1 box jarðaber
4 baconstrimlar, eldaðir stökkir og skornir í bita
100 g pekanhnetur, gróft saxaðar
hreinn fetaostur mulinn niður
balsamikdressing
Balsamik dressing
1/2 bolli balsamik edik
1/2 bolli ólífuolía
2 msk dijon sinnep
2 tsk hunang
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
Aðferð
- Öllum hráefnum fyrir dressinguna er blandað vel saman í skál.
- Takið því næst 1/2 bolla af dressingunni og látið kjúklingabringurnar marinerast í henni í 30 mínútur eða meira.
- Grillið kjúklinginn. Blandið saman hráefnum fyrir salatið og berið fram með balsamik dressingu.
Verði ykkur að góðu.
Halla Lúthersdóttir