Ísafjarðarbær auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Sundstræti, Ísafirði.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 4. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, Ísafirði, skv. 1. mgr. 43, gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingartillagan snýr að því að skipta upp Sundstræti 36 í tvær lóðir, númer 36 og 38 til að auka svigrúm fyrir fjölbreytta nýtingu. Lóðin númer 38 mun stækka í norður og lóðarmörk að austanverðu verður hliðrað til vegna göngustígs.
Tillagan er aðgengileg hér á vef Ísafjarðarbæjar og á bæjarskrifstofu frá 6. maí 2021 til 4. júní 2021.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með föstudagsins 4. júní 2021. Athugasemdir skulu berast til skipulagsfulltrúa.