Uppskrift vikunnar

Uppskrift vikunnar kemur úr smiðju Ísfirðings en Ísfirðingur eru kældur sælkeramatur sem unninn er úr fyrsta flokks laxi og regnbogasilungi frá vestfirskum eldisfyrirtækjum.

Fjölda uppskrifta er að finna á www.isfirðingur.is

Vekjum sérstaklega athygli á því að reyktur fiskur er góður á svo margan máta, ekki bara sem álegg þó vissulega sá hann gott álegg.

Mikill kostur er við þennan rétt hversu fljótlegur hann er.

250 g spagetti eða tagliatelle
¼ bolli furuhnetur
2 msk olívuolia
1/3 bolli laukur (skarlott laukur eða rauðlaukur smátt skorinn)
2 hvítlauksrif (marin)
1/3 bolli hvítvín
¼ bolli rjómi
1 msk sítrónusafi
2 msk sítrónubörkur (fínt raspaður)
2 msk fersk steinselja
250 g reyktur lax
Pipar

Leiðbeiningar:

Sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka.

Sósan – Steikið lauk og hvítlauk í olívuolíunni í 2 mínútur. Bætið hvítvíni, sítrónusafa og 1 msk af sítrónuberkinum. Látið sjóða niður um helming. Bætið rjómanum við og látið hitna í 1 mínútu.

Hellið vatninu af pastanu og setjið sósuna yfir.

Setjið restina af berkinum yfir ásamt furuhnetunum í lokin og piprið.

Verði ykkur að góðu.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA