Karfan kvenna: Vestri fær Hamar í heimsókn í kvöld

Í kvöld kl 19:15 taka Vestrastúlkur á móti á Ísafirði liði Hamars frá Hveragerði í 1. deild kvenna. Hamar er sem stendur í 5. sæti deildarinnar en Vestri í því níunda.

Á laugardaginn kom Njarðvík í heimsókn og fór með sigur af hólmi 51:85 og sitja Suðurnesjakonur í 2. sæti deildarinnar. Olivia Janelle C var atkvæðamest í lði Vestra og skoraði 20 stig.

Vestri vann Skallagrím

Í 1. deild karla lék Vestri við Skallagrím frá Borgarnesi. Leikar fóru þannig að Vestri vann 102:85. Vestri var með sex stiga forystu í hálfleik og bættu við hana í síðari hálfleik.

Í liði Vestra var Ken-Jah Bosley atkvæðamestur og gerði 28 stig. Nemjana Knezevic setti niður 23 stig, Marko Dimitrovic var með 18 stig og Hilmir Hallgrímsson 16 stig.

Vestri er nú í 6. sæti 1. deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki.

Vestri vann Hamar í knattspyrnunni

Im helgina var leikið í Mjólkurbikarnum í knattspyrnunni. Vestri lék á Selfossi gegn Hamri frá Hveragerði og hafði 3:0 sigur og heldur því áfram í keppninni og mætir KFR, knattspyrnufélagi Rangæinga í næstu umfer.

Leikurinn var markalaus fram undir síðustu 20 mínútur hans.Pétur Bjarnason skoraði á 72. mín og Nicolaj Madsen (’84)
og Vladimir Tufegdzic (’94) bættu tveimur mörkum við.

DEILA