Vinstri grænir: fjölgaði um 500 manns á félagaskránni

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. segir að úrslitin í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi séu ekki óvænt. „Það hlaut eitthvað að láta undan þegar um 500 manns bættust við félagatal hjá Vg í Norðvesturkjördæmi á síðustu vikum. Úr um 950 þar á undan.“

Lilja Rafney bætir þvi við að hún sé þakklát öllu því góða fólki sem lagði henni lið og að hún muni skoða stöðu síma í framhaldinu.

DEILA