Jökulfirðir: bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ekki fyrirfram skoðun á fiskeldi

Marzellíus Sveinbjörnsson, varaformaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að bæjarráðið hafi verið búið að koma þeim skilaboðum til sjávarútvegsráðherra að því þætti eðlilegt að fram færi burðarþols- og áhættumat áður en ákvörðun yrði tekin um fiskeldi eða ekki í Jökulfjörðum. „Fyrirfram höfum við ekki skoðun á því hvort eigi að banna eða leyfa fiskeldi í Jökulfjörðum en fannst mikilvægt að ákvörðunin yrði byggð á vísindalegum grunni, það hafa engar rannsóknir farið fram á svæðinu.“

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs sagðist ekki svara sem bæjarfulltrúi um málefni fiskeldis og var fyrirspurn Bæjarins besta því beint til Marzellíusar.

Spurt var hver væru viðbrögð bæjarráðs við ákvörðun Sjávarútvegsráðherra um að láta ekki fara fram áhættumat og burðarþolsmat fyrir Jökulfirði og hvort bæjarráð og/eða formaður bæjarráðs vildu leyfa laxeldi í sjó í Jökulfjörðum.

18. apríl 2016 gerði bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkt um laxeldi í Jökulfjörðum og lagðist gegn eldinu en fagnaði laxeldi í Ísafjarðardjúpi.

https://www.bb.is/2019/10/baejarrad-isafjardarbaejar-andvigt-fiskeldi-i-jokulfjordum/

DEILA