Stöndum saman Vestfirðir

Stöndum saman Vestfirðir er félag sem stofnað var árið 2016 af þeim Hólmfríði Bóasdóttur, Steinunni Guðnýju Einarsdóttur og Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg með það í huga að standa saman að því að bæta samfélagið okkar eins og við getum. Þær stöllur standa enn að félaginu og mynda stjórn þess.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og gagnlegt og gott að minnast á það sem vel er gert.

Hér að neðan er samantekt fyrir hverju hefur verið safnað síðustu fimm ár.

Árið 2016 var safnað fyrir tveimur vökvadælum og intubasjóngræju fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Síðar sama ár var safnað fyrir hjúkrunarrúmi og dýnu fyrir Hvest á Patreksfirði.

Árið 2017 var safnað fyrir þremur hjartastuðtækjum sem sett voru í lögreglubíla á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Síðar sama ár var samstarf með Kvenfélaginu Sunnu og tekið þátt í söfnun fyrir ómskoðunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Árið 2018 var safnað fyrir tveimur hjartastuðtækjum, annars vegar fyrir björgunarskipið Vörð II á Patreksfirði og hins vegar fyrir björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði.

Árið 2019 var safnað fyrir rúmlega 50stk af nýjum slökkviliðshjálmum. Hjálmunum var úthlutað til allra slökkviliða á Vestfjörðum.

Árið 2020 hófst söfnun í janúar fyrir Björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri í kjölfar snjóflóðana. Sama ár setti félagið sig í samband við Hvest til að athuga með ýmsan tækjabúnað stofnunarinnar. Í framhaldinu var safnað fyrir fjórum súrefnissíum, 2 BiPab ytri öndunarvélum, svæfingarvél, tæki til blóðrannsóknar og að lokum stól sem hægt er að nýta fyrir salernis og sturtuferðir sjúklinga. Þessi umrædda söfnun fór á mikið flug og verður það sem stendur eftir einnig nýtt til tækjakaupa hjá Hvest.

Mikill er nágrannakærleikurinn og samfélagið okkar öflugt þegar höndum er tekið saman.

Allar upplýsingar um félagið er hægt að nálgast á Facebook síðu félagsins.

https://www.facebook.com/St%C3%B6ndum-saman-Vestfir%C3%B0ir-1662189944050907

DEILA