Merkir íslendingar – Þórhallur Þorgilsson

Þórhallur Þorgilsson, bókavörður og magister í rómönskum tungumálum, fæddist á Knarrarhöfn í Dölum þann 3. apríl 1903, sonur hjónanna Halldóru I. Sigmundsdóttur húsfreyju og Þorgils Friðrikssonar, bónda og kennara.

Þórhallur varð stúdent frá MR 1922 og las rómönsk tungumál og bókmenntir við háskólana í Grenoble, Madrid og lengst við Sorbonne i Paris. Auk þess dvaldi hann á Italíu 1923-1929 og við nám við háskólann í Salamanca á Spáni 1951 og 1957.

Þórhallur var löggiltur skjalaþýðandi í spænsku og frönsku, kenndi rómönsk mál starfaði við ítalska konsúlatið í Reykjavík og var bókavörður á Landsbókasafninu frá 1943.

Hann samdi kennslubækur í spænsku, ítölsku og frönsku, þýddi úr rómönskum málum og skrifaði greinar um rómanskar þjóðir og bókmenntir.

Eiginkona Þórhalls var Bergþóra Einarsdóttir frá Garðhúsum í Grindavík.

 Börn þeirra:

 Ólafur Gaukur hljómlistarmaður, Dóra Gígja húsmóðir, Ólafía Guðlaug húsmóðir og Einar Garðar gullsmiður.

 „Þórhallur Þorgilsson felldi snemma djúpa ást til rómanskrar menningar sem entist honum allt lífið. Einkum var hann heillaður af spænskri tungu og menningu,“ sagði dr. Símon Jóhann Ágústssson, skólabróðir frá París, réttilega í minningargrein.

Þórhallur lést 23. júlí 1958.

Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA