Átta gefa kost á sér í rafrænu forvali VG í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, gefur áfram kost á sér 1. sæti. En varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði gefur einnig kost á sér í 1. sæti. Þau tókust á um efsta sætið fyrir kosningarnar 2016 og þá hafði Lilja Rafney naumlega betur.
Aðrir sem gefa kost á sér i forvalinu eru:
Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi Stykkishólmi , 3.-5. sæti,
María Hildur Maack, umhverfisstjóri, Reykhólum, 3.-5. sæti
Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ, 3.-5. sæti
Sigríður Gísladóttir, dýralæknir Ísafirði, 2.-4. sæti
Þóra Magnea Magnúsdóttir, kennari Akranesi, 2.-3. sæti
Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi A-Hún, 2.-3. sæti
Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti á listanum, þar af bindandi í efstu þrjú en í samræmi við forvalsreglur VG. Atkvæðisbær í forvalinu eru öll þau sem skráð eru í hreyfinguna í kjördæminu 10 dögum fyrir kjörfund.