Helgi Snær ráðinn forstöðumaður fóðurmiðstöðvar Arctic Fish

Helgi Snær Ragnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fóðurmiðstöðvar Arctic Fish á Vestfjörðum. Fóðurmiðstöðin er ný eining hjá félaginu en frá stjórnstöðinni sem staðsett er á Þingeyri verður allri fóðrun félagsins á Vestfjörðum stýrt. 

Helgi Snær hefur verið hjá Arctic Fish í rúm 4 ár og starfað í sjóeldisdeild félagsins í Dýrafirði. Helgi er kvæntur Láru Ósk Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn, Andreu Líf, Katrínu Júlíu og Aron Auðunn.

Í fréttatilkynningu frá Arctic Fish segir að nú taki við uppbyggingarstarf í þessari nýju deild og að gert er ráð fyrir að á næstu dögum verði gengið frá ráðningu fleiri starfsmanna til viðbótar í deildina sem verða staðsettir á Þingeyri. Fyrir eru starfsmenn í fóðurstöðinni í Tálknafirði sem heyrir einnig undir stjórnstöðina. Helgi heyrir beint undir forstjóra félagsins, Stein Ove Tveiten.

DEILA