Samsýningin Nr.4 Umhverfing verður haldin í Dalabyggð og á Vestfjarðakjálkanum sumarið 2022 . Áður hafa þrjár sýningar undir heitinu Umhverfing verið haldnar á Sauðárkróki Egilsstöðum og á Snæfellsnesi.
Akademia skynjunarinnar er samstarfsvettvangur þriggja myndlistarmanna, Ragnhildar Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfs og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. Undanfarin ár hafa þær staðið að ýmsum samsýningum, bókaútgáfu og gallerírekstri. Jón Sigurpálsson myndlistarmaður mun verða samstarfsmaður Akademíunnar við sýninguna Nr. 4 Umhverfing .
Markmið verkefnisins Umhverfing er að setja upp verk myndlistarmanna í þeirra „heimabyggð”, það er byggðarlagi sem þeir tengjast búsetu- eða ættarböndum. og setja upp myndlistarsýningar í húsnæði þar sem ekki endilega er hefð fyrir nútímamyndlist.
Hugtakið umhverfing hefur marglaga merkingu; að snúast, fara í hringi, taka breytingum, umhverfast. Það vísar í umhverfið, náttúruna og landið. Umhverfið hefur áhrif á okkur – við höfum áhrif á umhverfið. Úr hvaða umhverfi komum við – hvar liggja rætur okkar?
Sýningin Nr.4 Umhverfing verður dreifð víðsvegar um ofangreind landsvæði sumarið 2022. Þeir myndlistarmenn sem tengjast Vestfjörðum , Ströndum og Dalabyggð og hafa áhuga eru vinsamlega beðnir um að sækja um þátttöku á netfangið academyofthesenses@gmail. com.
Stefnt er að því að sýningin opni í byrjun júní 2022.