Ísafjarðarbær: Bedford seldur hæstbjóðanda

Bedford, DB-192 árg 1962 brunabíll á Suðureyri var auglýstur frá og með 8. feb., til 19. mars
sbr. reglur um sölu lausafjármuni hjá Ísafjarðarbæ. Bárust 2 kauptilboð í hann og afhending
án endurgjalds til Samgöngusafnsins í Stóragerði / Skagafirði. Annað tilboðið var að upphæð 102.000 kr og hitt tilboðið að upphæð 155.000 kr.

Bæjarráðið samþykkti að selja Bedford slökkvibifreiðina til hæstbjóðanda. Ekki er upplýst um kaupanda.

DEILA