Davíð Halldór Kristjánsson fæddist í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði þann 20. mars 1930.
Hann var elsta barn hjónanna Kristjáns Þórarins Davíðssonar bónda, f. 9.4. 1889, d. 21.10. 1970 og Magðalenu Össurardóttur húsfreyju, f. 14.12. 1893, d. 27.5. 1988.
Systkini Davíðs eru andvana fæddur drengur sem var tvíburi hans, Valgerður, f. 1931, Kristín, f. 1932 og Guðmundur Bjarni, f. 1934.
Davíð kvæntist 25.12. 1959 Katrínu Gunnarsdóttur, f. 25.1. 1941, frá Hofi í Dýrafirði. Hún er dóttir hjónanna Gunnars Guðmundssonar, f. 30.5. 1898, d. 23.10. 1987 og Guðmundu Jónu Jónsdóttur, f. 19.10. 1905, d. 21.10. 1991.
Börn Davíðs og Katrínar eru:
1. Davíð, f. 14.5. 1959, sambýliskona Joy Angkhana Sribang, f. 14.11. 1960.
2. Kristján Þórarinn, f. 16.11. 1960, maki Elín Hrefna Garðars8dóttir, f. 14.11. 1958.
3. Gunnar, f. 13.8. 1962, maki Marit Husmo, f. 8.9. 1960.
4. Björn, f. 17.11. 1963, maki Beverly Louise Stephenson, f. 17.5. 1960.
5. Vilborg, f. 3.9. 1965, maki Björgvin Ingimarsson, f. 16.11. 1965, d. 9.2. 2013.
6. Auður Lilja, f. 14.7. 1978, maki Ragnar Þór Jónsson, f. 2.5. 1969.
Davíð var við nám í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði.
Davíð fór ungur til sjós, öðlaðist bæði skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi og starfaði lengst af sem sjómaður á fiskibátum og -skipum sem gerðu út frá Þingeyri, ýmist sem stýrimaður, skipstjóri eða vélstjóri, samtals í um aldarfjórðung. Frystihússtjóri var hann einnig í nokkur ár.
Árið 1977 lét hann af sjómennsku og hóf störf sem flugvallarvörður á Þingeyri og umboðsmaður Flugfélags Íslands. Þeim störfum gegndi hann allt til ársins 1990 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Davíð Kristjánsson lést á Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri þann 12. júlí 2014
Útför Davíðs fór fram frá Þingeyrarkirkju 19. júlí 2014.
Skráð af Menningar-Bakki.