Karfan: Vestri vann Fjölni í gærkvöldi

Frá leik Vestra við Breiðablik

Karlalið Vestra bar í gærkvöldi sigurorð af liði Fjölnis frá Reykjavík í 1. deild körfuknattleiksins með 81:77 stigum. Leikið var á Ísafirði.

Leikurin var jafn og spennandi allan tímann. Fjölnir hafði fjögurra stiga forystu í leikhléi. Í þriðja leikhluta náðu Vestramenn góðun kafla og unna leikhlutann með 8 stiga mun og tóku foystuna, sem reyndist vera munurinn á liðunum þegar leik var lokið.

Eftir 13 leiki er Vestri í 6. sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigu frá 4. sætinu sem gefur sæti í lokakeppninni um sæti í efstu deild.

Vestri: Ken-Jah Bosley 27/5 fráköst, Gabriel Adersteg 14/4 fráköst, Marko Dmitrovic 10/10 fráköst/8 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 9/7 fráköst, Hugi Hallgrímsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arnar Smári Bjarnason 7, Friðrik Heiðar Vignisson 6, James Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, Blessed Parilla 0, Arnaldur Grímsson 0/6 fráköst.

Kvennalið Vestra lék á fimmtudagskvöldið við Fjölni b í 1. deildinni og fóru sunnankonur með öruggan sigur 47:79. Vestri er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.

DEILA