Karfan: Fyrsti heimaleikur með áhorfendum!

Fyrsti heimaleikur þessa tímabils með áhorfendum fer loksins fram í dag, föstudaginn 5. mars þegar karlalið Vestra tekur á móti Breiðablik í fyrstu deilinni. Aðeins eru 60 miðar í boði á leikinn vegna sóttvarnarráðstafanna. Mikilvægt er að taka fram að börn telja í þessum fjölda. Grímuskylda er á viðburðinum og mikilvægt að allir gestir hugi vel að persónubundum sóttvörnum og haldi fjarlægð. Miðasala er rafræn og fer því eingöngu fram í gegnum smáforritið Stubb.

Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða. Í Stubbi verður einnig hægt að kaupa styrktarmiða fyrir útsendinguna.

Árskort eru einnig til sölu í Stubbi og kosta þau 10.000 krónur og gilda á alla heimaleiki meistaraflokka karla og kvenna það sem eftir lifir veturs.

Hægt er að nálgast Stubb fyrir bæði Android síma og I-phone:

Stubbur fyrir Android

Stubbur fyrir I-phone

DEILA