Stofnfundur Hollvinasamtaka um Maríu Júlíu verður haldinn í Turnhúsinu laugardaginn 6. mars klukkan 11.
Hollvinasamtökin er með það markmið að björgunarskútan María Júlía öðlist endurnýjun lífdaga og verði táknmynd hugsjóna sem einkenndi upphafi lýðveldisins.
Táknmynd þeirra sem horfðu til framtíðar og efldu vísindalegar rannsóknir og hugsuðu til slysavarna og blésu nýrri orku í þjóðarsálina og undirbyggðu það þjóðfélag sem við byggjum í dag.
Hollvinasamtökin vilja einnig blása til sóknar í varðveislu menningararfsins á sviði sjó- og strandminja og varðveislu merkra báta og skipa sem enn má finna í höfnum og marbökkum landsins.
Allir sem vilja ljá þessu lið eru hvattir til að mæta og styðja við þetta mikilvæga málefni.
Undirbúningsnefnd um Hollvinasamtökin María Júlía