Alþjóðleg plastráðstefna „Plastics in the Arctic“ hefst í dag og stendur yfir dagana 2.-4. og 8.-9. mars.
Hafrannsóknastofnun er í skipulagsnefnd ráðstefnu ásamt utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Norðurskautsráðinu.
Dagskráin er metnaðarfull með áhugaverðum fyrirlestrum, hringborðsumræðum og veggspjöldum.
Dagskrá á málstofum ráðstefnu:
– Uppruni plasts á norðurslóðum.
– Áskoranir á norðurslóðum í tengslum við losun úrgangs.
– Aðferðafræði við rannsóknir á stórum plastögnum sem og örplasti.
– Vöktun á plasti í Norðurhöfum, skilgreiningar á grunnviðmiðunum.
– Áhrif plastmengunar á norðurslóðum, eiturefnavistfræði og þjóðhagslegir þættir
– Kynning á NorMar rannsóknarverkefninu þar sem m.a. er fjallað um alþjóðlega staðla hvað varðar skilgreiningar, aðferðafræði og greiningar.
– Lausn plastvanda, bestu leiðir á heimsvísu til þess að draga úr plastógninni.
– Aðgerðaáætlun um hvernig unnt er að vinna á plastvandanum, samhæfðar aðgerðir í samvinnu við iðnfyrirtæki
– Lokaumræður áhrifamanna í stjórnmálum um næstu skref.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á vef Hafrannsóknarstofnunar (www.hafogvatn.is)