Í svari upplýsingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar er staðfest að þremur starfsmönnum þjónustumiðstöðvar var sagt upp störfum í vikunni.
„Ástæða þessara breytinga í mannahaldi er að snjómokstur í Skutulsfirði er ekki lengur á höndum starfsmanna þjónustumiðstöðvar eftir að gengið var til samninga við verktaka um snjómokstur í byrjun þessa árs.“ segir í svarinu.