Körfubolti: Vestri – Álftanes í kvöld

Vestri tekur á móti lærisveinum Hrafns Kristjánssonar á Álftanesi í 1. deild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15

Áhorfendur eru ekki leyfðir í íþróttahúsum en leikurinn er í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða.

https://youtu.be/7p2KUmuQ2Cs

Körfuboltaunnendur eru hvattir til að horfa á leikinn og greiða aðgangseyrir inn á reikning Körfuknattleiksdeildar Vestra sem er
0556-26-001099 og kennitala 651093-2449 og vega þannig upp á móti þeim tekjum sem tapast vegna þessara aðstæðna sem uppi eru.

Vestri er nú í 5. sæti deildarinnar með 8 stig er Álftanes er með 10 stig í 3-4 sæti.

DEILA