Upp­sagn­ir boðaðar

Und­ir­staðan í rekstri sjálf­stæðra fisk­fram­leiðenda er brost­in ef hand­höf­um afla­heim­ilda verður heim­ilt að hliðra 30% veiðiheim­ilda sinna milli ára.

Ef af þess­um breyt­ing­um verður þurfa fyr­ir­tæk­in að hefja und­ir­bún­ing að upp­sögn­um hundraða starfs­manna um allt land, seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda.

Fisk­fram­leiðend­ur segja að heim­ild­in til hliðrun­ar afla­heim­ilda dragi veru­lega úr því magni sem fari á fisk­markaði. Hand­haf­ar kvót­ans hagn­ist en fisk­verk­end­ur, stafs­fólk og neyt­end­ur beri skaða af. Þeir segja að mik­il eft­ir­spurn sé eft­ir ís­lensk­um fiski á er­lend­um mörkuðum sem ekki sé hægt að full­nægja. Það sé fjar­stæða að virðiskeðjan í sjáv­ar­út­vegi hald­ist best séu kvóti, veiðar, vinnsla og sala á sömu hendi.

„Sífellt kemur betur í ljós hvernig handhafar aflaheimilda hugsa eingöngu um sína sér hagsmuni og greiða sér háar arðgreiðslur en skilja starfsfólk og heilu byggðarlögin eftir í stórvanda og atvinnuleysi þegar það hentar. Ráðamenn þjóðarinnar verða að vakna til vitundar í þessum efnum. Nær væri að stjórnvöld kölluðu eftir samfélagsábyrgð kvótahafa í stað þess að sveigja kerfið til að gera þeim kleift að soga til sín allan arð af sameiginlegri þjóðarauðlind á kostnað sjómanna, samkeppnisaðila í greininni og verkafólks í landvinnslu,“ segir í tilkynningunni.

DEILA