Merkir Íslendingar – Jón Trausti

Guðmund­ur Magnús­son, þekkt­ast­ur und­ir höf­und­ar­nafn­inu Jón Trausti, fædd­ist 12. fe­brú­ar 1873 á Rifi á Mel­rakka­sléttu.

For­eldr­ar hans voru í hús­mennsku þegar hann fædd­ist en þau voru Magnús Magnús­son, f. 1837, d. 1877, frá Daðastöðum í Núpa­sveit, og Guðbjörg Guðmunds­dótt­ir, f. 1834, d. 1913, frá Sig­urðar­stöðum á Sléttu. Þau fluttu vorið 1873 að heiðarbýl­inu Hraun­tanga í Öxar­fjarðar­heiði.

Þegar faðir Jóns Trausta lést var Jóni komið fyr­ir á bæn­um Skinnalóni þar sem hann dvald­ist í fimm ár. Móðir hans gift­ist aft­ur og hóf bú­skap á jörðinni Núpskötlu við Rauðanúp. Þangað fór Jón Trausti 10 ára gam­all og var þar fram yfir ferm­ingu.

Eft­ir það var hann fyrst í vinnu­mennsku en hóf svo prent­nám hjá Skafta Jós­efs­syni, rit­stjóra blaðsins Austra á Seyðis­firði. Sum­arið 1895 fór hann til Reykja­vík­ur og var við prentstörf í Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Jón Trausti fór svo til Kaup­manna­hafn­ar haustið 1896 og var þar í tvö ár í prent­námi.

Árið 1899 kom út fyrsta kvæðasafn hans, Heima og er­lend­is, með ljóðum sem flest voru ort á Kaup­manna­hafn­ar­ár­um hans og árið 1903 kom út önn­ur ljóðabók hans, Íslands­vís­ur, sem prýdd er mynd­um eft­ir hann sjálf­an og Þór­ar­in B. Þor­láks­son list­mál­ara. Í þeirri bók eru ljóðin Íslands­vís­ur sem hefjast á ljóðlín­unni  –Ég vil elska mitt land- og -Draumalandið- (lagið Draumalandið eftir Eyrbekkinginn Sigfús Einarsson) en þau ljóð hafa orðið vin­sæl söng­lög.

Hann sneri sér síðan að skáld­sagna­gerð og eru þekkt­ustu skáld­sög­ur hans Heiðarbýlið, Anna frá Stóru­borg og Halla, en auk þeirra skrifaði hann fjöl­marg­ar smá­sög­ur og styttri skáld­sög­ur. Með þessu vann Jón Trausti fulla vinnu sem prent­ari. Sum verka hans voru þýdd á er­lend tungu­mál.

Eig­in­kona Jóns Trausta var Guðrún Sig­urðardótt­ir, 6.4. 1868, d. 9.10. 1941, hús­freyja. Þau bjuggu á Grund­ar­stíg 15 sem þau byggðu. Þau voru barn­laus.

Jón Trausti lést úr spænsku veik­inni 18. nóv­em­ber 1918.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA