Stöðvun línuívilnunar

Í gær birtst á heimasíðu Fiskistofu eftirfarandi tilkynning:

.
„Frá og með 12. febrúar 2021 er felld niður línuívilnun í þorski, ýsu og keilu sem ákveðin er í reglugerð nr. 729/2020 um línuívilnun. Afnám línuívilnunar er gert með stoð í 4. gr. reglugerðarinnar. Línuívilnun þessara tegunda verður aftur heimild frá og með upphafi næsta tímabili sem hefst 1. mars 2021.“ 

4. gr. reglugerðarinnar sem hér er vitnað til orðast svo:  
„Frá og með 12. febrúar 2021 er felld niður línuívilnun í þorski, ýsu og keilu sem ákveðin er í reglugerð nr. 729/2020 um línuívilnun. Afnám línuívilnunar er gert með stoð í 4. gr. reglugerðarinnar. Línuívilnun þessara tegunda verður aftur heimild frá og með upphafi næsta tímabili sem hefst 1. mars 2021.“ 

Ívilnun vegna línuveiða er skipt niður á fjögur tímabil og nú er svo komið á öðru tímabili að veiðar eru komnar fram yfir áætlaðan afla og þessvegna eru veiðar stöðvaðar.

Screenshot 2021-02-10 at 22.29.58.png

Viðmiðun til línuívilnunar
FiskveiðiárÞorskur
2018/20193.000 tonn
2019/20202.000 tonn
2020/20211.050 tonn

Við upphaf fiskveiðiársins var viðmiðunin 1.200 tonn, en með reglugerð 1178/2020, 25. nóvember var hún lækkuð í 1.050 tonn.

DEILA